Jæja, mér fannst svo merkilegt comment sem kom með litlu greininni minni um 70 mínútur að ég varð bara að svara því.
"Hvað ertu að væla kelling? Ef þættirnir okkar eru sona ógeðslega leiðinlegir og þú bara getur ekki haft af þér að horfa, hvernig veistu þá að hann verður verri með hverjum deginum? Og ef Sveppi er sona glataður, akkuru var hann þá valinn sjónvarpsmaður ársins? Og afhverju erum við með þátt en ekki þú?? Eitthvað til að velta fyrir sér kelling.."
Auðunn Blöndal | 12.12.02 - 2:54 pm
Jæja, svo ég svari þessu einu í einu...
Hvað ertu að væla kelling : Ég er nú ekki að væla, ég er einungis að setja fram á síðuna mína álit mitt á þættinum sem þér og félögum þínum finnst svona frábær. Bara mitt álit og þú verður að lifa við það..
Ef þættirnir okkar eru sona ógeðslega leiðinlegir og þú bara getur ekki haft af þér að horfa, hvernig veistu þá að hann verður verri með hverjum deginum? : Þú misskilur, ég horfi á þetta, en það er einungis til að sjá, eins og ég sagði áður, hvort þetta getur nokkuð orðið verra.
Og ef Sveppi er sona glataður, akkuru var hann þá valinn sjónvarpsmaður ársins? : Eins og var bent á í commentinu, þá var þetta netkosning og þær eru jafn trúverðugur og þú minn kæri.
Og afhverju erum við með þátt en ekki þú?? : Tjahh, ég veit ekki hvern þið þekkið, eða hversu duglegir þið eruð að veita unað með munninum, en það gæti verið af því að þið séuð svona vel gefnir og skemtilegir ungir menn að þegar sá sem sér um dagskránna á Popptíví sá ykkur gat hann ekki annað gert en að gefa ykkur þennan líka frábæra þátt.
Eitthvað til að velta fyrir sér kelling.. : Ég geri mér grein fyrir að þetta var ekki spurning, en þar sem ég er búinn að svara öllum spurningum langar mig líka að svara þessari fullyrðingu. Það eina sem er eitthvað til að velta fyrir sér, er þín augljósa þörf fyrir að sýna karlmennsku þína með því að skrifa orðið "kelling" í svo stuttum texta.