Saturday, December 14, 2002

Auglýsingar á Íslandi tóku nýja stefnu...til helvítis

Ég var í þynnku minni að horfa á Skjá 1 og í einu af ófáum auglýsingahléunum kom auglýsing frá fyrirtækinu Svar. Handritið var ekki af verri endanum, en það sitja ungur maður og ung kona í sófa, og það heyrist hljóð í ferðatölvu sem liggur á borðinu fyrir framan þau. Konan spyr : "Hvað var þetta?" Maðurinn svarar : "Ég var að fá póst", Konan : "En það eru engar snúrur", Maðurinn : "Nei, þráðlaust" Þetta gera þau með þeim merkustu leiklistar hæfileikum sem ég hef séð á ævinni, en bíðið við SÍMINN HRINGIR! Ungi maðurinn segir "Nenniru að svara?" og hún tekur upp ÞRÁÐLAUSAN SÍMA! (Já! Það er til) og segir "Bara allt þráðlaust" og maðurinn svarar "Auðvitað". Þetta var í grófum dráttum þar sem ég skrifa þetta ekki beint eftir þessa martröð. Því ég sat í hátt í klukkustund bara að melta þessa auglýsingu en komst að niðurstöðu. Ekki bara ætla ég ALDREI að versla við þetta fyrirtæki, né aldrei fá mér þráðlaust internet né þráðlausan síma, heldur er ég alvarlega að hugsa um að kæra Svar fyrir þessa auglýsingu. Þar sem ég hef engan lagalegan grunn fyrir kæru, tel ég samt að það ætti að vera nóg að sýna dómurunum auglýsinguna sjálfa og það til að sannfæra hann.

Auglýsingar á Íslandi hafa margar hverjar verið slæmar, en þessi auglýsing markar augljós tímamót.

Ef þetta verður þróunin munu öll fyrirtækin fylgja Svar niður í gjaldþrot.

Thursday, December 12, 2002

Jæja, mér fannst svo merkilegt comment sem kom með litlu greininni minni um 70 mínútur að ég varð bara að svara því.

"Hvað ertu að væla kelling? Ef þættirnir okkar eru sona ógeðslega leiðinlegir og þú bara getur ekki haft af þér að horfa, hvernig veistu þá að hann verður verri með hverjum deginum? Og ef Sveppi er sona glataður, akkuru var hann þá valinn sjónvarpsmaður ársins? Og afhverju erum við með þátt en ekki þú?? Eitthvað til að velta fyrir sér kelling.."
Auðunn Blöndal | 12.12.02 - 2:54 pm

Jæja, svo ég svari þessu einu í einu...

Hvað ertu að væla kelling : Ég er nú ekki að væla, ég er einungis að setja fram á síðuna mína álit mitt á þættinum sem þér og félögum þínum finnst svona frábær. Bara mitt álit og þú verður að lifa við það..

Ef þættirnir okkar eru sona ógeðslega leiðinlegir og þú bara getur ekki haft af þér að horfa, hvernig veistu þá að hann verður verri með hverjum deginum? : Þú misskilur, ég horfi á þetta, en það er einungis til að sjá, eins og ég sagði áður, hvort þetta getur nokkuð orðið verra.

Og ef Sveppi er sona glataður, akkuru var hann þá valinn sjónvarpsmaður ársins? : Eins og var bent á í commentinu, þá var þetta netkosning og þær eru jafn trúverðugur og þú minn kæri.

Og afhverju erum við með þátt en ekki þú?? : Tjahh, ég veit ekki hvern þið þekkið, eða hversu duglegir þið eruð að veita unað með munninum, en það gæti verið af því að þið séuð svona vel gefnir og skemtilegir ungir menn að þegar sá sem sér um dagskránna á Popptíví sá ykkur gat hann ekki annað gert en að gefa ykkur þennan líka frábæra þátt.

Eitthvað til að velta fyrir sér kelling.. : Ég geri mér grein fyrir að þetta var ekki spurning, en þar sem ég er búinn að svara öllum spurningum langar mig líka að svara þessari fullyrðingu. Það eina sem er eitthvað til að velta fyrir sér, er þín augljósa þörf fyrir að sýna karlmennsku þína með því að skrifa orðið "kelling" í svo stuttum texta.


Jesús Kristur, Laugardagskvöld með Gísla Marteini eru ekki góðir þættir. Áður en þeir byrjuðu var þetta auglýst sem eitthvað svona Hemma Gunn spinoff...en viti menn, þetta er mjög langt frá Hemma Gunn.
Ég man þegar maður Horfði á Hemma í gamla daga þá var alltaf svona element of surprise ef ég leyi mér að sletta. Maður var alltaf á tánum "Mætir hann fullur?", "Drepst hann?" "Verður hann "veikur" í kvöld?". Það vantar alla svona spennu í þáttinn hanns Gísla Marteins. Í staðin fáum 8 ára ljóshærðan strák með gleraugu og krullur sem er alltaf á svipin eins og hann sé nýbúinn að setja prumpublöðrur undir sætin hjá viðmælendum sínum. En aldrei gerist neitt þannig, aldrei heyrir maður í prumpublöðru eða neinu skemmtilegu. Í staðin fáum við hryllilega leiðinlegan þátt þar sem leiðinlegt fólk er spurt um leiðinlega hluti og allt saman látið líta út eins og það sé margfalt leiðinlegra en það er með leiðinlegum spurningum og leiðinlegasta spyrlinum og síðan á milli koma leiðinleg músíkatriði með leiðinlegum hljómsveitum.
Hemmi Gunn hlítur að snúa sér áfengisdauður í áfengisgröf sinni í Tælandi eða hvar sem hann er í hvert skipti sem þessi þáttur kemur á skjáinn!
Þegar ég velti því fyrir mér að skrifa um hræðilegan þátt, kom fyrst upp í hugann að skrifa um hræðilegasta þáttinn af þeim öllum. Þáttur sem aðrir hræðilegir þættir horfa upp til og hugsa "Ég vona að einn daginn verði ég með svona hræðilegan þátt"
Já, 70 mínútúr á Popptíví er hinn hræðilegi þáttur. Hér höfum við 3 unga menn sem eru fastir í lífinu. Einn þeirra er feitur mjór gaur sem er með krullur og er að fá skalla. Hann hefur ekki afrekað neitt í lífinu en fékk að fá að vera með í vondum sjónvarpsþætti með þeim skilyrðum að hann gerði eitthvað fáránlegt í hverjum þætti. Svo höfum við tjókkóinn sem veit ekkert, hann er þarna svo hinir tveir geta hlegið að honum því hann er svo vitlaus, en hinir tveir auðvitað gangandi heilar. Svo höfum við hinn tjokkóinn...en bíðið. Hann er feitur og rauðhærður en samt kallaður tjokkó? Hvernig fer hann að? Það er leyndarmál sem ekki verður komist að. En hann er eigi að síður aðal númer þáttarins, en gerir í rauninni ekkert nema að sitja bakvið borðið sitt og borða snakk. Hann fær ekki laun fyrir vinnu sína, en í staðinn þá fær hann að búa undir þessu sama borði og hann situr við á hverju kvöldi. Þessir þrír einstaklingar ná á hverju virku kvöldi að toppa sjálfa sig. Ef maður horfir á þennan þátt þá hugsar maður "Hann getur ekki orðið verri" en viti menn...þarna eru þeir komnir, kvöldið eftir með ennþá leiðinlegri þátt.
Ef það væru til verðlaun yfir hræðilegheit, þá ættu þessir menn þau skilið.

Wednesday, December 11, 2002

Hah, sá Frikka Weiz úti áðan, Það er hugsanlega einn asnalegasti maður í íslensku þjóðlífi þessa dagana. Í fyrsta lagi er þetta einn hommalegasta maður sem ég hef séð á ævinni, hann er stjórnandi í einhverjum þeim asnlegasta og leiðinlegasta þætti sem ég hef nokkurntíman litið augum og skoðar BARA ljót hús með ljótum innréttingum og innréttuð með ljótum íbúum. Hann var kærasti Andreu Róberts sem er glæpur útaf fyrir sig, grunnur þess sambands hefur verið lykilspurning þeirra beggja..."How's my hair?"
Síðan virðist þessi gaur ALLTAF vera úúútúr kókaður, maður sér næstum púður yfirvaraskeggið á honum.
Fáranlegt hvað margt fáránlegt fólk er frægt á Íslandi fyrir ekki rassgat.
Þar sem þessi síða var ekki uppi þegar Eddu verðlaunin voru þá langar mig aðeins að skrifa um þau.

Í fyrsta lagi þá er þetta enginn heiður, það sannaðist með því að Hafið var tilnefnd til 12 Eddu verðlauna. Þar á meðal "Besta myndin sem byrjar á Haf", "Besta myndin eftir Baltasar Kormák" og fleiri merkilegra titla.

Eddan er samt mjög illa gerð athöfn og asnaleg í alla staði, og þetta ætti þessvegna að vera á tveggja ára fresti, þá hefðu allavega fleiri myndir keppt um titlana hér fyrir ofan. Og Brotnuðu þessar styttur ekki í þarsíðustu Eddu? Eða braut fólkið sem vann þetta þær bara ?

Annars held ég að "Litla ljóta lirfan" hafi unnið restina af verðlaununum. Úúúúú...einhver á landinu kann á tölvu, og kann að gera mynd "..í anda Toy Story". Og alveg hálftími í lengd. Bra-vó.

Talandi um "...í anda Toy Story" Tók einhver eftir því hvernig einhverjum fávitum tókst að bæta Ingvari E Sigurðssyni inn í sýnishorninu fyrir K-19: The Widowmaker Það fannst mér BEST. Bættu honum ekki einusinni vel inn, eins og þetta hafi verið svona í útlöndum..."Harrison Ford...Liam Neeson....and Ingvar E Sigurdsson" Fokk nei! Hann lék ekki einusinni það stórt hlutverk í þessari ömurlegu mynd. Eina sem var fyndið við þetta, var að hann er rússalegri en allir í þessari mynd samanlagt.
Íslendingar kunna ekki að búa til bíómyndir. Það er staðreynd.
Þetta sorp er alltaf jafn mikið hæpað upp í hvert skipti sem það kemur út sem er sem betur fer ekki mikið oftar en tvisvar á ári. Alltaf fær þetta 4 stjörnur og allar eru þær "besta íslenska mynd frá upphafi" og einhvernvegin tekst alltaf að sannfæra mig á einhvern hátt um að þetta gæti bara orðið nokkuð gott. Síðan fer maður í bíó og borgar 1000 fokking kall inn á þetta. Jæja, ljósin dimmast niður og viti menn...Ein önnur fokking mynd um íslenskt smábæjarlíf, drama um líf í íslensku fiskiplássi eða fjölskyldusaga úr bóndabæ. Guð minn fokking almáttugur hvað ég er búinn að fá leið á íslenskum sveitasögum sem eiga að lýsa hversu ömurlegt það er að búa í sveit....I GOT THAT ALREADY, það er ÖMURLEGT að búa út á landi en íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru staðráðnir í að búa aðeins til bíómyndir um þetta....Alltaf sama sagan, Einhver úr borginni eða frá útlöndum kemur í einhvern smábæ/sjávarpláss/bóndabæ og tekst á við harmfulla fortíð sýna og eitthvað gamalt fólk deyr, síðan fá allir sér rúgbrauð með floti og smá tólg og einhver ríður systur sinni....the end.

Þetta er uppskriftin að íslenskri bíómynd! Síðan fara svo fáir að sjá þetta að þeir verða að selja bíómiðana á uppsprengdu verði til þess að ná upp í kostnað! 'Eg stend staðfastur á því að Sódóma Reykjavík sé eina almennilega íslenska bíómyndin og hana nú!
Grínistar á Íslandi ákváðu allir að hætta að vera fyndnir.
Jón Gnarr hætti að vera fyndin fyrir frekar löngu síðan, núna er hann með sinn ótrúlega slappa þátt sem er hræðilegur og ekkert fyndinn, hann fékk þó nógu hræðilegan aðstoðarmann til að lýta aðeins betur út. Hann var alltaf eitthvað skítugur og asnalegur, og það var auðvelt að hlæja að honum. Núna hefur hann uppgötvað jakkafötin og er bara asnalegur. Það var líka fyndið hvernig hann sagði frá hlutum og hvað hann talaði um ekki neitt, en þegar maður sér viðtal við hann í dag þá hugsar maður bara "Hvað í fjandanum ertu að tala um fífl?" Bókin hans var fyndin í fyrstu, en í lokin eru allir orðnir "Plebbar". Æj...ég vona að það hafi ekki átt að vera eitthvað óvænt fyrir lesandann Jón.
Spaugstofan var aldrei fyndin, og hefur ekkert breytt því. Þeir halda það hinsvegar áreiðanlega sjálfir og elska allt sem þeir gera, og þurfa áreiðanlega að taka hlé á tökum vegna þess að þeir geta ekki hætt að hlæja því þetta eru svo vel skrifuð og mögnuð atriði hjá þeim.
Sigurjón Kjartanson er ennþá pínu fyndinn, en ef hann myndi vakna einn góðan veðurdag og tennurnar hans væri allt í einu orðnar beinar og fínar. Þá væri hann ekki fyndinn lengur. Fólk hlær bara því að hann er ljótur. Þetta get ég sagt vegna yfirþyrmandi fegurðar minnar.

Tuesday, December 10, 2002

Já, ég varð fyrir upplifun um daginn sem mig langar til að deila með ykkur.
Ég sá í fyrsta skipti "Fólk með Sirrý" á Skjá Einum. Fólk með Sirrý er fyrir margar sakir mjög fyndinn þáttur. T.d. koma feitar íslenskar húsmæður í þáttinn og kvarta yfir því hvernig samfélagið gerði þær feitar og hvernig offita sé samsiðferðislegt vandamál allra! ó plís, Gimmí a breik! Ég er bæuinn að fá upp í kok af fólki sem hefur enga ábyrgðartilfinningu fyrir einu né neinu, kennir öllu öðrum en sjálfum sér um allt sem í þeirra lífi hefur misfarist.
Ef að þú ert feit og ert ekki ánægð með það HÆTTU þá að kaupa þér hotwingsfötur hjá kentökkí og farðu að synda eða einhvern andskotann. Bara ekki fara í sjónvarpið og kvarta og kveina, "Iðnbyltingin gerði mig feita". Ekkert asnalegra heldur en að kenna samfélaginu um allt. "Ég barði konuna mína afþví að samfélagið brást mér", "Ég reyki krakk því að menntakerfið sveik mig!"

Og hvað er það síðan með ljótar konur með feitan rass og að vera spjallþáttarstjórnandi? Er þetta partur af fokking starfslýsingunni? Allavegana voru það ekki hæfileikar sem komi Sirrý í þetta starf! Var hún ekki þula á stöð eitt for crying out loud?
Eftirfarandi drykkir mega brenna: *Uppfært

Dr. Pepper
Pepsi Blue
Vanilla Coke
Toppur
Diet Coke
Pepsi
Diet Pepsi
Pepsi Max
Nýja Maltið
Diet Coke Lemon (Þakkir Ýrsla)
Fanta
Fanta Lemon
Fresca
Fanta Wild Berry

Markaðs ráðgjafi: "Hvernig væri ef við notuðum bara venjulegt Coke, en bættum við...bíðið...VANILLU BRAGÐI!"

Markaðs ráðgjafi 2 : "En ef við notum venjulegt Pepsi, náum á einhvern ótrúlegan hátt að gera það verra...og höfum það...uh...BLÁTT!"

Eftir þessi orð, hefðu þessir menn umsvifalaust að vera grýttir. En nei...þeir fengu vilja sinn. Heimurinn er að fara til fjandans.
Ef kíkt er á "Topp 20 listi vikunnar" á muzik.is þá sést eftirfarandi:

05 Skýjum Ofar - Mezzias

Þetta finnst mér STÓR merkilegt, þar sem ég veit hvernig þessi maður lítur út get ég ekki annað gert en fordæmt hann. Hann er mjór og asnalegur gengur með gleraugu og er smámæltur. Þessi týpíski náungi sem var brókaður í leikfimi og sleginn með handklæðum. Hann er meira að segja úr sveit...þetta gæti ekki orðið betra.

Ég veit ekki hvort það er að fólk sé að vorkenna greyið sveitastráknum eða hvað, því ég get ekki skilið hvernig hann getur átt vinsæl lög. Viltu með mér vaka var eitt leiðingjarnasta lag sem ég hef heyrt um ævina.
Það er vonandi að ég fái útskýringar á vinsældum smámælta stráksins....
Já, ég las bókina hennar Betu fyrir skömmu og mér fannst ég fitna við hvert orð sem ég las bara vitandi að hún hafi skrifað þessa bók. Þetta er hræðileg og vond bók í alla staði og ég gef henni hálfa stjörnu, fyrir að hafa hana þó á hvolfi á coverinu.
Úff, Það virðist vera AÐAL umræðuefnið þessa dagan á netinu hvort Beta sé í ALVÖRUNNI að hætta að blogga? Ég fyrir mitt leyti er búinn að fá nokkuð nóg af því að vera umkingdur einhverju Betuógeði hvert sem ég fer, maður má ekki opna moggan án þess að Beta sé einhverstaðar búin að troða smettinu á sér inn á einhverja mynd eða fara út í Eymundsson án þess að vera umkringdur einhverjum Betursora, hver í fjandanum leyfði henni annars að skrifa bók? Síðan þetta lag, þetta hræðilega hrikalega lag, ég fæ hroll í hvert skipti sem hún vísar til einhvers kynferðislegs.
I'm sorry Beta, I'd eat you out but my doctor put me on a Low-Fat diet!(one liner dagsins)
Já, talandi um vonda íslenska Hip-Hop tónlist. MC Steinbítur mætti líka alveg missa sig úr lífinu.
Þetta er ljótur lítill Mringur með asnalegt skegg í jakkapeysu sem gerir músík sem hljómar ískyggilega mikið eins og innbyggðu taktarnir í Casio hljómborðinu mínu sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var 7 ára. Vertu nú hugulsamur kallinn og dreptu þig svo þú sért ekki að eyða öllu þessu verðmæta súrefni til einskis
"Ég er maðurinn sem feður ykkar vöruðu ykkur við, dóp og glæpir eru mitt sérsvið, fokkar í mér þá munt þú aldrei frá frið, því ég gef aldrei grið" - Óþægileg rödd Móra lét eyru mín ekki í friði í sumar þar sem ég hlusta aðallega á muzik.is. Hvað er að þér!? Ég heyrði viðtal við hann um daginn þar sem hann sagðist aldrei hafa lent í löggunni. Hr. Atvinnukrimmi?! En ekki halda að hann sé einhver aumingi, ó nei! Hann var sko burðardýr! Toppurinn á eiturlyfja bransanum! Ég vona að þessi diskur sem hann gaf út (eða er að fara að gefa út) seljist ekki neitt, því ég vil ekki þurfa að hlusta á þennan gaur mikið meir.
Sniðugt....


Ég ætla að búa til "heima-síðu" til að vera ekki eins og hitt "gamla fólkið" sem situr bara og spilar félagsvist, Ó NEI! Ég skal sko búa til BLOGG SÍÐU, því að það er vinsælt í dag, ekki bara ætla ég að búa til fáránlega leiðinlega og ljóta blogg síðu, heldur ætla ég að sýna myndir af HESTUM og og og MÉR og nota LATNESK orð...þetta er besta hugmynd sem ég hef fengið síðan ég hugsaði um að hengja mig fyrir tveim árum.
Já, loksins komin upp þessi síða.

En talandi um Betu ...þá er hún er svona leiðinlega feita vinkona vinar manns sem engum líkar við, er alltaf of hress og fer alltaf þangað sem hinir fara, en hún er feit og með lítið sjálfsálit (þó hún feli það) svo enginn vill segja neitt við hana, það bara byrgir inni reiðina á meðan hún eykst þar sem feita fer og treður sér á fleiri staði eins og útvarp, sjónvarp og tímarit.

Og afhverju ríða feitar stelpur svona mikið meir en mjóar? Hugsa þær alltaf "æj það vill mig enginn svo ég verð bara slut" Ok, það er svosem allt gott og blessað, en afhverju virkar það? AFHVERJU FÁ FEITAR MELLUR AÐ RÍÐA?! Eru karlmenn á þessu afbragðs landi svo þungt haldnir af hræðslu um að fá ekki að stunda samfarir að þeir hlaupa bara á næstu feitu stelpu sem þeir sjá því þeir vita að það er auðveldara að tala þær til?
Jæja, þá er komið að byltingunni!
Alltof lengi hefur asnalegt og heimskt fólk með vondan smekk og ólistugt holdafar fengið að vaða uppi hér á landi óáreitt. Þetta eru fréttamenn, sjónvarpsmenn, útvarpsmenn, bloggarar, Beta Rokk, Beta Rokk og annað ljótt og asnalegt fólk. En ekki lengur! Hér mun enginn miskun vera sýnd! Hér mun sannleikurinn koma fram! Já, Beta Rokk er feit, ljót og kann ekki að skrifa og við þorum að segja það því það er SATT! Þetta er bara byrjunin. Látum aftökuna hefjast!